Flæðandi ímyndun eða brengluð hugsun

Ég var að hlusta á merkilega ræðu eftir mjög merkilegann einstakling. Hann hét Krishnamurti.
Hann átti sér sögu af því að vera fundinn af vesturlandabúum í Indlandi þegar hann var barn og hafði verið talinn nýji messías mannkynsins. Hann tók því hlutverki og fylgdi leiðsögn og handleiðslu einstaklina frá guðspekifélaginu, sem síðar meir urðu félagar í stjörnunni í austri, sem var félag sem var stofnað í kringum Krishnamurti þegar hann var unglingur. Hann hugleiddi mikið og átti að undirbúa sig fyrir þetta hlutverk, að frelsa heiminn. Hann byrjaði að skrifa bækur og halda fyrirlestra í stjörnunni í austri á ungum aldri, en áttaði sig snemma á því að það væri eitthvað bogið við þetta.
Hann áttaði sig á því að það sem hann var að seigja og gera, væri ekki að breyta samfélaginu, því þeir sem komu og hlustuðu á hann, komu vegna þess að þau ætluðust til þess að Hann myndi laga þau eða bjarga þeim. Svo fór fólkið heim og ætlaðist til þess að vera breytt. En enginn þroskaðist.
Enginn nema Krishnamurti. Hann var að læra sjálfur á vegi lífsins og bjóst við því að ef hann kendi fólki að finna þennann veg og kenna því að læra sjálft, þá myndi það breyta hegðun heimsins. En það var ekki raunin, allir sem komu, fóru jafn rugluð heim af fyrirlestrunum og þau komu.
Þetta endaði allt með því að hann sagði upp þessu hlutverki sínu og þessu félagi (starnan í austri),
sem samanstóð nú af rúmlega 40 þúsund manns, sem öll bjuggust við því að hafa fundið frelsarann sinn.
Nú var ég að hlusta á hann tala um hvað lífið snúist um, sem ég hef einnig mikinn áhuga á því. Og hann sagði eitthvað á þessa leið við fólki sem var í salnum:
„Ekki bara hlusta á þann sem er að tala. Finnið þetta innra með ykkur og skoðið þetta sjálf. Orð geta ekki lýst því sem ég er að tala um, það getur einungis verið fundið.“
Þetta er algjör snilld. Og ég fattaði svona nokkurn vegin af hverju þetta á við um svona mörg okkar.

Ég ætla að taka mig bara sem dæmi.
Ég átti mjög auðvelt með að ímynda mér hluti, ég gat samið sögur á staðnum, bjó til sögur um klósett ferðirnar mínar þegar ég var bara barn, gat tínt mér í því að hugsa, bara búa hluti til og ímynda mér hvernig heimurinn virkar, hvort englar og guð og geimverur og allt þetta sé til.
En mér var kennt að þetta sé óeðlilegt. Mér var kennt að ég væri veikur, að þetta væri af því að ég væri með ofvirkni og að þetta þyrfti að laga. Þannig að þegar ég var orðinn tiltölulega hæfur til þess að skilja það, þá reyndi ég að stoppa þetta þegar þetta gerðist, hlusta bara, og lyfin sem ég var settur á vegna þessa meins, minkuðu þessa hæfni til muna, ég gat ekki hugsað sjálfstætt almennilega í tíma sem ég veit ekki hvað var langur, en honum er ekki að ljúka fyrr en núna þessa mánuði.
Ef ég leifði mér að hugsa og tala um það sem ég var að hugsa, þá var ég talinn skrítinn, ímyndunarveikur(pælið í þessu orði, að ímynda sér gerir okkur veik).
Ég fékk góðar einkanir í skóla fyrstu árin, einfaldlega vegna þess að ég var á lyfjum sem drápu niður þennan eiginleika minn að geta hugsað sjálfstætt og vegna þess náði ég að halda athygli yfir því rugli sem var verið að þylja í hausinn á mér í skóla. Náði að tileinka mér ágæta mannasiði, því ég fylgdi bara, náði að eignast vini, því ég hagaði mér eins og ég hélt að þau vildu að ég hagaði mér.
En á meðan, þá leið mér alltaf verr og verr.
Eins og gerist þegar við bælum okkur niður. Við bælum okkur og bælum, þangað til við springum.
Góður vinur minn spurði mig einhvertíman að þessari spurningu
„Hvað gerist ef þú setur tappa í gjósandi eldfjall?
Það springur út í sinni verstu mynd.“
Og það er það sem gerðist. Ég bara einfaldlega sprakk.
Sem hafði miklar afleiðingar í för með sér, sem leiddi að því að ég fékk næga örvæntingu til þess að taka hugsanir mínar og hegðun í eigin hendur, tók þá ákvörðun að ef ég passa ekki inn í samfélagið, þá verður það bara að vera þannig. Því eins og eitt annað sem að hann sagði hann Krishnamurti
„Það er ekki merki um heilbrygði að vera vel aðlagaður hel sjúku samfélagi“.

Það sem þessi saga á að sýna er það að ég var gjörsamlega óhæfur um að sannreyna hluti fyrir sjálfann mig vegna þess hvernig samfélagið ól mig upp. Gildi samfélagsins gilda ekki fyrir manneskjur, heldur hugsunarsnauða þræla hvataheilans.
Ég hlustaði á kennarann í skólanum, en ég var gjörsamlega óhæfur að sannreyna það sem hann var að seigja. Ég lærði lögin, en ég var gjörsamlega óhæfur að skynja hversvegna hlutir væru „slæmir að gera“ .
En núna þessa dagana er ég algjörlega að ná að brjótast út úr þessu mynstri.
Ýmindunarheilbryggði mitt vex og vex og ég verð alltaf hæfari og hæfari til þess að nýta það aftur, eftir þessa miklu niðurhemlun þess.
Ég leifi mér að vera ég og nýt þess eins og ég get að brjóta mig út úr samfélagslegum mynstrum sem ég sé sjálfur að eru gagnslaus.
Eftir því sem ég rækta sjálfann mig meira, þá verð ég hæfari til þess að beita kröftum mínum og kostum sem einstaklingur. Það er ekkert skrítið að barn eigi erfitt með það að beita þessum kostum á réttann hátt ef það fær ekki handleiðslu til þess. En að bæla niður þessa kosti með skömm og lyfjum (sem sönnuð eru til að eiða sköpunarkraft*), býr til óheilbrygða og ófullnægða einstaklinga.

Meigið þið finna ykkar krafta og kosti
Endilega deilið þessu.
Meigi mátturinn vera með ykkur
Ásgeir Klári Ómarsson
Frelsari mannkynsins í réttri mynd (að frelsa mannkynið frá hugsana rugli sjálfs míns).

Hver er ég, eftir Krishnamurti

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband